Kveikt í bíl í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Kveikt var í bíl í innkeyrslu einbýlishúss við Boðaslóð í Vestmannaeyjum í nótt.

Tilkynning um eldinn kom upp úr klukkan hálfþrjú í nótt. Slökkviliðið var skömmu síðar mætt á staðinn og slökkti eldinn.

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var um íkveikju að ræða og er málið í rannsókn. Bíllinn stóð ekki langt frá húsinu en engin hætta var þó á ferð, að sögn lögreglunnar.

mbl.is