Framkalla norðurljós fyrir ferðamenn

Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að ...
Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að klæða þau og klára að fullu. Ljósmynd/Kormákur Hermannsson

„Þetta gengur út á að leiðbeina fólki í norðurljósaleit, fyrst og fremst,“ segir Kormákur Hermannson, einn hvatamanna að Aurora Basecamp, nýrri norðurljósamiðstöð sem nú rís nærri gatnamótum Bláfjallavegar og Krísuvíkurvegar, í landi Hafnarfjarðar. Verkefnið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland.

Í norðurljósamiðstöðinni, sem er í gamalli hraunnámu sem Kormákur og fleiri hafa lagt mikla vinnu í að hreinsa að undanförnu, munu ferðamenn sem eru að leita uppi norðurljósin á eigin vegum og ferðaþjónustuaðilar með hópa geta komið við.

Þeim sem koma verður boðið upp á fræðslu um norðurljós og einnig upp á að sjá norðurljós í smættaðri mynd innandyra, í þar til gerðum glersúlum, en fyrirtækið hefur þróað aðferðina undanfarið ár. Á staðnum eru nú þegar risin þrjú stálgrindarkúluhús sem verða klædd með dúk um leið og veður leyfir, en vindur hefur hamlað því verki undanfarna daga. 

Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar ...
Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar byrjuð að vekja athygli árvökulla vegfarenda. Kormákur og fleiri hafa lagt mikið í að hreinsa þessa gömlu hraunnámu ofan Hafnarfjarðar og segir hann að þar hafi eiginlega verið hálfgerður ruslahaugur. Ljósmynd/Kolbrún Ingólfsdóttir

Kormákur segir í samtali við mbl.is að svæðið sé einstaklega heppilegt til þess að fylgjast með norðurljósum, það sé utan við ljósmengunina frá borginni og þar séu aðstæður til norðurljósaáhorfs oft góðar. Með því að koma til þeirra, segir Kormákur, geti ferðamenn fengið skjól og fræðslu og komist á salerni í norðurljósaleit sinni.

„Norðurljós“ í sex glerhólkum

Ýmis fræðsla um virkni norðurljósanna verður í boði – og þar kemur norðurljósaframleiðslan inn í myndina. Hann segir að um sé að ræða sex glertúpur, ílanga glerhólka, sem framleiddir voru í Bandaríkjunum í samstarfi við fyrirtækið, sem hefur þegar sótt um einkaleyfi á þessu sköpunarverki.

„Við erum búin að vera að þróa þessa lausn, plasmatúpu sem við fyllum af gasi og lofttæmum svo til þess að líkja eftir þeim skilyrðum sem eru uppi í himinhvolfinu,“ segir Kormákur, en rafskaut eru inni í glersúlunum, sem eru um tíu sentímetrar í þvermál og 160 sentímetrar á lengd.

Blaðamaður hefur fengið að sjá stutt myndskeið af ljósadýrðinni sem verður til inni í glerhólkunum þegar þeir eru gangsettir og lítur það ansi spennandi út, litríkur rafstraumur liðast um inni í hylkinu, í svipuðum bylgjum og litatónum og alvöru norðurljósin gera á vetrarhimninum.

Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð ...
Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð til þess að standast íslenskt veðurfar. Ljósmynd/Kormákur Hermannson

Kormákur segir að það séu um það bil tvö ár síðan fyrirtækið fór að huga að því að setja upp svona norðurljósamiðstöð, en sú hugmynd kom upp eftir að ljóst var að þeir ferðamenn sem áður keyptu norðurljósaferðir væru farnir að fara í auknum mæli í norðurljósaferðir á eigin bílaleigubíl.

„Við þekkjum ansi vel hvað það er sem fólk er að leita að – og fyrst og fremst er fólk að leita að því að vera ekki kalt og komast á klósettið og sjá norðurljós. Við teljum okkur uppfylla það að einhverju leyti hérna,“ segir Kormákur.

mbl.is

Innlent »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

Í gær, 15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

Í gær, 14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

Í gær, 14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...