Framkalla norðurljós fyrir ferðamenn

Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að ...
Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að klæða þau og klára að fullu. Ljósmynd/Kormákur Hermannsson

„Þetta gengur út á að leiðbeina fólki í norðurljósaleit, fyrst og fremst,“ segir Kormákur Hermannson, einn hvatamanna að Aurora Basecamp, nýrri norðurljósamiðstöð sem nú rís nærri gatnamótum Bláfjallavegar og Krísuvíkurvegar, í landi Hafnarfjarðar. Verkefnið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland.

Í norðurljósamiðstöðinni, sem er í gamalli hraunnámu sem Kormákur og fleiri hafa lagt mikla vinnu í að hreinsa að undanförnu, munu ferðamenn sem eru að leita uppi norðurljósin á eigin vegum og ferðaþjónustuaðilar með hópa geta komið við.

Þeim sem koma verður boðið upp á fræðslu um norðurljós og einnig upp á að sjá norðurljós í smættaðri mynd innandyra, í þar til gerðum glersúlum, en fyrirtækið hefur þróað aðferðina undanfarið ár. Á staðnum eru nú þegar risin þrjú stálgrindarkúluhús sem verða klædd með dúk um leið og veður leyfir, en vindur hefur hamlað því verki undanfarna daga. 

Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar ...
Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar byrjuð að vekja athygli árvökulla vegfarenda. Kormákur og fleiri hafa lagt mikið í að hreinsa þessa gömlu hraunnámu ofan Hafnarfjarðar og segir hann að þar hafi eiginlega verið hálfgerður ruslahaugur. Ljósmynd/Kolbrún Ingólfsdóttir

Kormákur segir í samtali við mbl.is að svæðið sé einstaklega heppilegt til þess að fylgjast með norðurljósum, það sé utan við ljósmengunina frá borginni og þar séu aðstæður til norðurljósaáhorfs oft góðar. Með því að koma til þeirra, segir Kormákur, geti ferðamenn fengið skjól og fræðslu og komist á salerni í norðurljósaleit sinni.

„Norðurljós“ í sex glerhólkum

Ýmis fræðsla um virkni norðurljósanna verður í boði – og þar kemur norðurljósaframleiðslan inn í myndina. Hann segir að um sé að ræða sex glertúpur, ílanga glerhólka, sem framleiddir voru í Bandaríkjunum í samstarfi við fyrirtækið, sem hefur þegar sótt um einkaleyfi á þessu sköpunarverki.

„Við erum búin að vera að þróa þessa lausn, plasmatúpu sem við fyllum af gasi og lofttæmum svo til þess að líkja eftir þeim skilyrðum sem eru uppi í himinhvolfinu,“ segir Kormákur, en rafskaut eru inni í glersúlunum, sem eru um tíu sentímetrar í þvermál og 160 sentímetrar á lengd.

Blaðamaður hefur fengið að sjá stutt myndskeið af ljósadýrðinni sem verður til inni í glerhólkunum þegar þeir eru gangsettir og lítur það ansi spennandi út, litríkur rafstraumur liðast um inni í hylkinu, í svipuðum bylgjum og litatónum og alvöru norðurljósin gera á vetrarhimninum.

Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð ...
Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð til þess að standast íslenskt veðurfar. Ljósmynd/Kormákur Hermannson

Kormákur segir að það séu um það bil tvö ár síðan fyrirtækið fór að huga að því að setja upp svona norðurljósamiðstöð, en sú hugmynd kom upp eftir að ljóst var að þeir ferðamenn sem áður keyptu norðurljósaferðir væru farnir að fara í auknum mæli í norðurljósaferðir á eigin bílaleigubíl.

„Við þekkjum ansi vel hvað það er sem fólk er að leita að – og fyrst og fremst er fólk að leita að því að vera ekki kalt og komast á klósettið og sjá norðurljós. Við teljum okkur uppfylla það að einhverju leyti hérna,“ segir Kormákur.

mbl.is

Innlent »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »

„Landsbyggðin hefur setið eftir“

13:54 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur hrundið í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Meira »

4,5 milljarða endurbætur dragi úr mengun

13:36 Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík, sem áður var í eigu United Silicon, munu draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni, þar með talið lyktarmengun í nærliggjandi íbúðabyggð. 10% aukning verður á heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum er verksmiðjan verður gangsett. Meira »

Sjötíu ný stúdentaherbergi á lóð HÍ

13:13 Stúdentaíbúðir munu rísa á lóð Háskóla Íslands við Gamla-Garð samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem borgarráð samþykkti í gær.  Meira »

Austasti hluti Reynisfjöru áfram lokaður

12:45 Austasti hluti Reynisfjöru verður áfram lokaður þar sem enn er hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa frá lögreglunni á Suðurlandi, rekstraraðilum í Svörtu-Fjöru, hluta landeigenda í Reynisfjöru, sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fulltrúum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar. Meira »

Tveir dómarar við Hæstarétt að hætta

12:39 Tveir dómarar við Hæstarétt Íslands hafa beðist lausnar frá störfum, þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Dómsmálaráðherra kynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn fötluðum konum

12:34 55 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fötluðum konum, en hann var í vikunni úrskurðaður í nágunarbann gagnvart einni þeirra. Konurnar krefja manninn um tíu milljónir króna í miskabætur. Meira »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...