Framkalla norðurljós fyrir ferðamenn

Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að ...
Kúluhús Aurora Basecamp eru risin, en enn á eftir að klæða þau og klára að fullu. Ljósmynd/Kormákur Hermannsson

„Þetta gengur út á að leiðbeina fólki í norðurljósaleit, fyrst og fremst,“ segir Kormákur Hermannson, einn hvatamanna að Aurora Basecamp, nýrri norðurljósamiðstöð sem nú rís nærri gatnamótum Bláfjallavegar og Krísuvíkurvegar, í landi Hafnarfjarðar. Verkefnið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland.

Í norðurljósamiðstöðinni, sem er í gamalli hraunnámu sem Kormákur og fleiri hafa lagt mikla vinnu í að hreinsa að undanförnu, munu ferðamenn sem eru að leita uppi norðurljósin á eigin vegum og ferðaþjónustuaðilar með hópa geta komið við.

Þeim sem koma verður boðið upp á fræðslu um norðurljós og einnig upp á að sjá norðurljós í smættaðri mynd innandyra, í þar til gerðum glersúlum, en fyrirtækið hefur þróað aðferðina undanfarið ár. Á staðnum eru nú þegar risin þrjú stálgrindarkúluhús sem verða klædd með dúk um leið og veður leyfir, en vindur hefur hamlað því verki undanfarna daga. 

Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar ...
Stutt er síðan kúluhúsin voru reist, en þau eru þegar byrjuð að vekja athygli árvökulla vegfarenda. Kormákur og fleiri hafa lagt mikið í að hreinsa þessa gömlu hraunnámu ofan Hafnarfjarðar og segir hann að þar hafi eiginlega verið hálfgerður ruslahaugur. Ljósmynd/Kolbrún Ingólfsdóttir

Kormákur segir í samtali við mbl.is að svæðið sé einstaklega heppilegt til þess að fylgjast með norðurljósum, það sé utan við ljósmengunina frá borginni og þar séu aðstæður til norðurljósaáhorfs oft góðar. Með því að koma til þeirra, segir Kormákur, geti ferðamenn fengið skjól og fræðslu og komist á salerni í norðurljósaleit sinni.

„Norðurljós“ í sex glerhólkum

Ýmis fræðsla um virkni norðurljósanna verður í boði – og þar kemur norðurljósaframleiðslan inn í myndina. Hann segir að um sé að ræða sex glertúpur, ílanga glerhólka, sem framleiddir voru í Bandaríkjunum í samstarfi við fyrirtækið, sem hefur þegar sótt um einkaleyfi á þessu sköpunarverki.

„Við erum búin að vera að þróa þessa lausn, plasmatúpu sem við fyllum af gasi og lofttæmum svo til þess að líkja eftir þeim skilyrðum sem eru uppi í himinhvolfinu,“ segir Kormákur, en rafskaut eru inni í glersúlunum, sem eru um tíu sentímetrar í þvermál og 160 sentímetrar á lengd.

Blaðamaður hefur fengið að sjá stutt myndskeið af ljósadýrðinni sem verður til inni í glerhólkunum þegar þeir eru gangsettir og lítur það ansi spennandi út, litríkur rafstraumur liðast um inni í hylkinu, í svipuðum bylgjum og litatónum og alvöru norðurljósin gera á vetrarhimninum.

Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð ...
Kúlurnar þrjár hafa þegar risið, en Kormákur segir húsin gerð til þess að standast íslenskt veðurfar. Ljósmynd/Kormákur Hermannson

Kormákur segir að það séu um það bil tvö ár síðan fyrirtækið fór að huga að því að setja upp svona norðurljósamiðstöð, en sú hugmynd kom upp eftir að ljóst var að þeir ferðamenn sem áður keyptu norðurljósaferðir væru farnir að fara í auknum mæli í norðurljósaferðir á eigin bílaleigubíl.

„Við þekkjum ansi vel hvað það er sem fólk er að leita að – og fyrst og fremst er fólk að leita að því að vera ekki kalt og komast á klósettið og sjá norðurljós. Við teljum okkur uppfylla það að einhverju leyti hérna,“ segir Kormákur.

mbl.is

Innlent »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...