Tími kominn til aðgerða

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

„Þetta er alvarleg staða og það þarf enginn að fara í grafgötur með að það er tími til aðgerða. Þetta er eitthvað sem á ekki að líðast og við eigum að geta upprætt þetta,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um nýja skýrslu samtakanna um brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Þar kemur fram að launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupa á hundruðum milljóna króna á ári. Mest er brotið á erlendu launafólki. Meira en helmingur krafna stéttarfélaga er gerður fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna, þrátt fyrir að þeir telji aðeins um 19 prósent launafólks á Íslandi.

„Þetta staðfestir það sem við höfum verið með tilfinningu fyrir, bæði varðandi að þessi brot eru sannarlega til staðar og að við vitum líka að það er ákveðin ný stéttaskipting á vinnumarkaði og viðkvæmustu hóparnir verða frekar fyrir brotum og launaþjófnaði,“ segir Drífa og á þar við fólk af erlendum uppruna og yngra fólk sem er í laust beisluðum ráðningarsamböndum.

„Þetta hvetur okkur áfram í að vinna gegn þessu því að við erum lítið og einsleitt land með skýr landamæri. Við eigum að hafa alla burði til að taka miklu betur á þessu en við höfum gert.“

Mótmæli við Hús atvinnulífsins í Borgartúni fyrr á árinu.
Mótmæli við Hús atvinnulífsins í Borgartúni fyrr á árinu. mbl.is/Eggert

Háar skuggatölur 

Aðspurð segir hún tölurnar í skýrslunni varðandi launaþjófnað og kjarasamningsbrot svipað háar og búast mátti við. Hún bendir á að svokallaðar skuggatölur séu einnig mjög háar, því í skýrslunni sé aðeins greint frá kröfubréfunum sem eru send. Yfirleitt séu fyrstu viðbrögð stéttarfélaga að reyna að semja og fá atvinnuveitendur til að leiðrétta án þess að komi til þess að senda kröfur.

„Allar þær tölur vantar inn í þetta og það, sem betur fer, tekst mjög oft. Síðan er skuggamarkaður hérna líka og ég hef persónulega haft margar spurnir af því og hef miklar áhyggjur af því að fólk sem er ekki með kennitölur á Íslandi, hælisleitendur, flóttafólk og fleiri eru að reyna að drýgja tekjurnar og atvinnuveitendur eru að nýta sér það. Þetta er fólk sem er í viðkvæmustu hugsanlegu stöðunni sem vinnuafl og vinnur svart eða jafnvel ólaunað,“ greinir hún frá.

Drífa segir skýrsluna einnig staðfesta það sem ASÍ hefur áður sagt um að mest þurfi að hafa áhyggjur af ferðaþjónustunni og byggingariðnaðinum.

Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við ...
Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við starfsfólk sitt. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sterk verkalýðshreyfing mikilvægt afl

Spurð um samanburð við nágrannalöndin segir hún vinnumarkaðinn á Íslandi öðruvísi. Stéttarfélagsaðild sé mun minni í nágrannalöndunum og stéttarfélögin þar sinni ekki fólki sem er ekki með skilgreinda stéttarfélagsaðild. „Eitt af því sem gerir okkur betur í stakk búin að taka á þessum málum og ná yfirsýn er sterk verkalýðshreyfing. Við þessa rannsókn í rannsóknardeildinni og hagdeildinni voru skoðaðar svipaðar rannsóknir og það var ekki um auðugan garð að gresja. Ég hugsa að við séum framarlega í þessu.“

Frá verkalýðsdeginum 1. maí.
Frá verkalýðsdeginum 1. maí. mbl.is/​Hari

Sektir og aukið eftirlit

Hvernig er hægt að bæta stöðu mála hér á landi?

„Það þarf að fara mjög hressilega í þessi loforð sem stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamningana. Þar höfum við lagt rosalega áherslu á að það varði sektum að brjóta á launafólki, þannig að það mun enginn ríða feitum hesti frá því að svindla á launafólki. Síðan þarf að samræma og efla eftirlitið mjög mikið.“

Drífa segir að „ofboðslega margar“ stofnanir fari með eftirlitshlutverk á vinnumarkaði ásamt ASÍ en verkalýðshreyfingin sinni því einna best. Þangað komi fólk til að fá úrlausn sinna mála. Gera þurfi miklu betur í að samræma verklag opinberra stofnana.

mbl.is

Innlent »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...