Vilja stöðva smálánafyrirtæki

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin taki höndum saman. mbl.is/Hari

„Það þarf að stöðva þessa glæpastarfsemi hið fyrsta og við þurfum að kortleggja hverjir bera ábyrgð á því að fyrirtækin geti komist í svokallaða kröfupotta og hver ber ábyrgð á því að smálánafyrirtæki komist upp með það að innheimta ólögleg lán án þess að sundurliða kostnað,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu sem lögð verður framá stjórnarfundi VR í kvöld. 

Tillagan snýr að því að VR skuli fara í samstarf með neytendasamtökunum í baráttunni gegn smálánum. Enn er í mótun hvernig samstarfinu skuli háttað en markmið samstarfsins er skýrt, að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja. Mun það vera gert með því að VR og Neytendasamtökin aðstoði þá sem tekið hafa lán hjá smálánafyrirtækjum að greiða lögfræðikostnað og kostnað vegna dómsmála. Jafnframt mun VR, ef tillagan verður samþykkt, hvetja fólk til að greiða ekki af smálánum. 

„Við viljum snúa við sönnunarbyrði og tryggja réttarstöðu þeirra sem eiga í hlut, fórnarlamba þessara fyrirtækja, þeirra sem innheimta og þeirra sem fóstra síðan innheimtuna eins og Sparisjóður Strandamanna. Við erum sterkt og öflugt félag, mjög fjárhagslega sterkt og ef stjórnin samþykkir að fara í málið, sem er þjóðþrifamál, með Neytendasamtökunum þá er alveg ljóst að það verður farið í rót vandans og það verður farið í þetta af mikilli hörku,“ segir Ragnar.

Spurður hver kostnaðurinn í fyrirhugaðri baráttu verði fyrir VR segir Ragnar: „Miðað við hvað þetta er að kosta í lýðheilsu fólks og jafnvel mannslíf þá er ég ekki tilbúinn í að kasta einhverjum krónum eða aurum á slíkan kostnað.“

„Dæmalaust ofbeldi“

Ragnar segir að ríkið og löggjafinn ættu „að sjálfsögðu“ að fjármagna slíka baráttu. „En þetta er ekki í fyrsta skipti sem stéttarfélag stígur inn í og vinnur skítverkin fyrir löggjafann. Það hefur meðal annars gerst varðandi leigufélögin og fleira. Við erum núna reyndar að vinna með löggjafanum í að búa til nýja leiguvernd og það er frumvarp væntanlegt í haust varðandi leigufélögin. Á meðan komast þessi fyrirtæki upp með dæmalaust ofbeldi.“

Ragnar segir smálánafyrirtæki vera „glæpafyrirtæki“. „Það er ekki hægt að kalla þau neitt annað. Þau eru meðal annars fóstruð hjá Sparisjóði Strandamanna sem virðist vera einhvers konar frontur fyrir glæpamenn. Þau komast inn í ákveðinn kröfupott í gegnum Sparisjóð Strandamanna og ég tel að þar sé ákveðin rót vandans sem þarf að fara í. Forsvarsmenn þessa sjóðs munu þurfa að svara fyrir það að fóstra glæpafyrirtæki.“

Hvetja fólk til að hætta greiðslum

Spurður hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem taki smálán greiði vexti af þeim eins og samið er um segir Ragnar: „Það eru dæmi þess að smálánafyrirtækin séu að rukka inn smálán eða höfuðstól þar sem er búið að setja inn kolólöglegan vaxtakostnað. Það er búið að dæma þessi lán ólögleg og þessa starfsemi líka. Fyrirtækin þurfa að sýna fram á sundurliðun kostnaðar í gegnum kröfur sem þau eru að setja á fólk, en það gera þau ekki.“

VR mun hvetja fólk til þess að greiða ekki af lánum sínum. „Ef af þessu verður þá munum við að sjálfsögðu hvetja fólk til þess að greiða ekki eina einustu krónu af þessum kröfum eða þessu láni fyrr en fyrir liggur sundurliðun af höfuðstól og öllum kostnaði sem starfshópur Neytendasamtakanna mun síðan fara yfir fyrir fólk. Síðan munum við væntanlega taka ákvörðun um framhaldið.“

Ragnar segir mikilvægt að tillagan verði samþykkt. „Það má engan tíma missa í þessu því fyrirtækin virðast ganga mjög hart fram nú um mundir án þess að ég geti tjáð mig eitthvað sérstaklega um skýringarnar á því. Þess vegna þarf að bregðast hratt og kröftuglega við.“

Hann er bjartsýnn á að af samstarfinu verði. „Það er kominn tími á að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin fari að vinna saman í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu. Ég vona að fleiri félög komi í þetta með okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...