Vilja stöðva smálánafyrirtæki

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin taki höndum saman. mbl.is/Hari

„Það þarf að stöðva þessa glæpastarfsemi hið fyrsta og við þurfum að kortleggja hverjir bera ábyrgð á því að fyrirtækin geti komist í svokallaða kröfupotta og hver ber ábyrgð á því að smálánafyrirtæki komist upp með það að innheimta ólögleg lán án þess að sundurliða kostnað,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu sem lögð verður framá stjórnarfundi VR í kvöld. 

Tillagan snýr að því að VR skuli fara í samstarf með neytendasamtökunum í baráttunni gegn smálánum. Enn er í mótun hvernig samstarfinu skuli háttað en markmið samstarfsins er skýrt, að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja. Mun það vera gert með því að VR og Neytendasamtökin aðstoði þá sem tekið hafa lán hjá smálánafyrirtækjum að greiða lögfræðikostnað og kostnað vegna dómsmála. Jafnframt mun VR, ef tillagan verður samþykkt, hvetja fólk til að greiða ekki af smálánum. 

„Við viljum snúa við sönnunarbyrði og tryggja réttarstöðu þeirra sem eiga í hlut, fórnarlamba þessara fyrirtækja, þeirra sem innheimta og þeirra sem fóstra síðan innheimtuna eins og Sparisjóður Strandamanna. Við erum sterkt og öflugt félag, mjög fjárhagslega sterkt og ef stjórnin samþykkir að fara í málið, sem er þjóðþrifamál, með Neytendasamtökunum þá er alveg ljóst að það verður farið í rót vandans og það verður farið í þetta af mikilli hörku,“ segir Ragnar.

Spurður hver kostnaðurinn í fyrirhugaðri baráttu verði fyrir VR segir Ragnar: „Miðað við hvað þetta er að kosta í lýðheilsu fólks og jafnvel mannslíf þá er ég ekki tilbúinn í að kasta einhverjum krónum eða aurum á slíkan kostnað.“

„Dæmalaust ofbeldi“

Ragnar segir að ríkið og löggjafinn ættu „að sjálfsögðu“ að fjármagna slíka baráttu. „En þetta er ekki í fyrsta skipti sem stéttarfélag stígur inn í og vinnur skítverkin fyrir löggjafann. Það hefur meðal annars gerst varðandi leigufélögin og fleira. Við erum núna reyndar að vinna með löggjafanum í að búa til nýja leiguvernd og það er frumvarp væntanlegt í haust varðandi leigufélögin. Á meðan komast þessi fyrirtæki upp með dæmalaust ofbeldi.“

Ragnar segir smálánafyrirtæki vera „glæpafyrirtæki“. „Það er ekki hægt að kalla þau neitt annað. Þau eru meðal annars fóstruð hjá Sparisjóði Strandamanna sem virðist vera einhvers konar frontur fyrir glæpamenn. Þau komast inn í ákveðinn kröfupott í gegnum Sparisjóð Strandamanna og ég tel að þar sé ákveðin rót vandans sem þarf að fara í. Forsvarsmenn þessa sjóðs munu þurfa að svara fyrir það að fóstra glæpafyrirtæki.“

Hvetja fólk til að hætta greiðslum

Spurður hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem taki smálán greiði vexti af þeim eins og samið er um segir Ragnar: „Það eru dæmi þess að smálánafyrirtækin séu að rukka inn smálán eða höfuðstól þar sem er búið að setja inn kolólöglegan vaxtakostnað. Það er búið að dæma þessi lán ólögleg og þessa starfsemi líka. Fyrirtækin þurfa að sýna fram á sundurliðun kostnaðar í gegnum kröfur sem þau eru að setja á fólk, en það gera þau ekki.“

VR mun hvetja fólk til þess að greiða ekki af lánum sínum. „Ef af þessu verður þá munum við að sjálfsögðu hvetja fólk til þess að greiða ekki eina einustu krónu af þessum kröfum eða þessu láni fyrr en fyrir liggur sundurliðun af höfuðstól og öllum kostnaði sem starfshópur Neytendasamtakanna mun síðan fara yfir fyrir fólk. Síðan munum við væntanlega taka ákvörðun um framhaldið.“

Ragnar segir mikilvægt að tillagan verði samþykkt. „Það má engan tíma missa í þessu því fyrirtækin virðast ganga mjög hart fram nú um mundir án þess að ég geti tjáð mig eitthvað sérstaklega um skýringarnar á því. Þess vegna þarf að bregðast hratt og kröftuglega við.“

Hann er bjartsýnn á að af samstarfinu verði. „Það er kominn tími á að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin fari að vinna saman í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu. Ég vona að fleiri félög komi í þetta með okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...