Vilja stöðva smálánafyrirtæki

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímabært að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin taki höndum saman. mbl.is/Hari

„Það þarf að stöðva þessa glæpastarfsemi hið fyrsta og við þurfum að kortleggja hverjir bera ábyrgð á því að fyrirtækin geti komist í svokallaða kröfupotta og hver ber ábyrgð á því að smálánafyrirtæki komist upp með það að innheimta ólögleg lán án þess að sundurliða kostnað,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu sem lögð verður framá stjórnarfundi VR í kvöld. 

Tillagan snýr að því að VR skuli fara í samstarf með neytendasamtökunum í baráttunni gegn smálánum. Enn er í mótun hvernig samstarfinu skuli háttað en markmið samstarfsins er skýrt, að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja. Mun það vera gert með því að VR og Neytendasamtökin aðstoði þá sem tekið hafa lán hjá smálánafyrirtækjum að greiða lögfræðikostnað og kostnað vegna dómsmála. Jafnframt mun VR, ef tillagan verður samþykkt, hvetja fólk til að greiða ekki af smálánum. 

„Við viljum snúa við sönnunarbyrði og tryggja réttarstöðu þeirra sem eiga í hlut, fórnarlamba þessara fyrirtækja, þeirra sem innheimta og þeirra sem fóstra síðan innheimtuna eins og Sparisjóður Strandamanna. Við erum sterkt og öflugt félag, mjög fjárhagslega sterkt og ef stjórnin samþykkir að fara í málið, sem er þjóðþrifamál, með Neytendasamtökunum þá er alveg ljóst að það verður farið í rót vandans og það verður farið í þetta af mikilli hörku,“ segir Ragnar.

Spurður hver kostnaðurinn í fyrirhugaðri baráttu verði fyrir VR segir Ragnar: „Miðað við hvað þetta er að kosta í lýðheilsu fólks og jafnvel mannslíf þá er ég ekki tilbúinn í að kasta einhverjum krónum eða aurum á slíkan kostnað.“

„Dæmalaust ofbeldi“

Ragnar segir að ríkið og löggjafinn ættu „að sjálfsögðu“ að fjármagna slíka baráttu. „En þetta er ekki í fyrsta skipti sem stéttarfélag stígur inn í og vinnur skítverkin fyrir löggjafann. Það hefur meðal annars gerst varðandi leigufélögin og fleira. Við erum núna reyndar að vinna með löggjafanum í að búa til nýja leiguvernd og það er frumvarp væntanlegt í haust varðandi leigufélögin. Á meðan komast þessi fyrirtæki upp með dæmalaust ofbeldi.“

Ragnar segir smálánafyrirtæki vera „glæpafyrirtæki“. „Það er ekki hægt að kalla þau neitt annað. Þau eru meðal annars fóstruð hjá Sparisjóði Strandamanna sem virðist vera einhvers konar frontur fyrir glæpamenn. Þau komast inn í ákveðinn kröfupott í gegnum Sparisjóð Strandamanna og ég tel að þar sé ákveðin rót vandans sem þarf að fara í. Forsvarsmenn þessa sjóðs munu þurfa að svara fyrir það að fóstra glæpafyrirtæki.“

Hvetja fólk til að hætta greiðslum

Spurður hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem taki smálán greiði vexti af þeim eins og samið er um segir Ragnar: „Það eru dæmi þess að smálánafyrirtækin séu að rukka inn smálán eða höfuðstól þar sem er búið að setja inn kolólöglegan vaxtakostnað. Það er búið að dæma þessi lán ólögleg og þessa starfsemi líka. Fyrirtækin þurfa að sýna fram á sundurliðun kostnaðar í gegnum kröfur sem þau eru að setja á fólk, en það gera þau ekki.“

VR mun hvetja fólk til þess að greiða ekki af lánum sínum. „Ef af þessu verður þá munum við að sjálfsögðu hvetja fólk til þess að greiða ekki eina einustu krónu af þessum kröfum eða þessu láni fyrr en fyrir liggur sundurliðun af höfuðstól og öllum kostnaði sem starfshópur Neytendasamtakanna mun síðan fara yfir fyrir fólk. Síðan munum við væntanlega taka ákvörðun um framhaldið.“

Ragnar segir mikilvægt að tillagan verði samþykkt. „Það má engan tíma missa í þessu því fyrirtækin virðast ganga mjög hart fram nú um mundir án þess að ég geti tjáð mig eitthvað sérstaklega um skýringarnar á því. Þess vegna þarf að bregðast hratt og kröftuglega við.“

Hann er bjartsýnn á að af samstarfinu verði. „Það er kominn tími á að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin fari að vinna saman í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu. Ég vona að fleiri félög komi í þetta með okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...