Innkalla 376 Volvo-bifreiðar

Um er að ræða 376 Volvo-bíla af ýmsum gerðum, árgerðir …
Um er að ræða 376 Volvo-bíla af ýmsum gerðum, árgerðir 2014-2019. mbl.is/Eggert

Bílaumboðið Brimborg hefur tilkynnt Neytendastofu um að innkalla þurfi 376 Volvo-bifreiðar af ýmsum gerðum sem framleiddar voru á árunum 2014 til 2019. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu.

Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur í ljós að í sjaldgæfum tilfellum getur plasthluti soggreinar í vél bifreiðarinnar bráðnað og afmyndast. Í verstu tilfellum er möguleiki á að eldur kvikni á afmörkuðu svæði.

Fram kemur á vef Neytendastofu að bifreiðaeigendum verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. 

mbl.is