Björgunarskip kallað út að Langanesi

Bátarnir rákust saman við Brimnes.
Bátarnir rákust saman við Brimnes. Kort/Loftmyndir

Björgunarskip var á ellefta tímanum kallað út að Brimnesi á norðanverðu Langanesi eftir að tveir strandveiðibátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum eru frá Landsbjörg var annar báturinn vélarvana og var hinum stefnt að honum til að koma til aðstoðar. Fór svo að bátarnir rákust saman og lekur sá síðarnefndi. Dælur hafa þó undan við að dæla sjó úr honum. Þriðji bátur var þó kominn á svæðið á undan björgunarskipinu og eru skipverjar á leið í land.

Björgunarskip frá Raufarhöfn og hraðskreiður bátur frá Þórshöfn eru á leið á vettvang með björgunarsveitarfólk, slökkviliðsmenn og dælur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
mbl.is