Ósáttir við breytta frímerkjasölu

Stjórnendur Íslandspósts standa nú í stórræðum.
Stjórnendur Íslandspósts standa nú í stórræðum. mbl.is/​Hari

Frímerkjasala Íslandspósts verður lögð niður í núverandi mynd um áramót. Er það liður í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu þess.

Íslandspóstur sagði í gær upp 43 starfsmönnum og boðaði frekari uppsagnir þannig að stöðugildum fækki á árinu um 80. Sigrún Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands, segir að vitað hafi verið af fjárhagsörðugleikum fyrirtækisins en uppsagnirnar séu meiri en búist hafi verið við.

Magni R. Magnússon frímerkjasafnari er ósáttur við ákvörðun um að leggja Frímerkjasöluna niður og í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur fleiri þeirrar skoðunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert