12 milljörðum ríkari

Það er ekki amalegt að fá 12 milljarða króna í …
Það er ekki amalegt að fá 12 milljarða króna í lottóvinning.

Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Átta miðaeigendur hlutu anna vinning og fengu hver um sig tæpar 130 milljónir króna í sinn hlut. Þeir miðar voru seldir í Finnlandi, Tékklandi, Noregi, Þýskalandi og Danmörku. 

Fleiri geta hrósað happi yfir að hafa keypt sér miða því sex vinningshafar hlutu þriðja vinning og fengu rúmar 26 milljónir króna í sinn hlut. Þjóðverjar urðu fengsælastir því fjórir af sex miðum voru keyptir þar í landi.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka