Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

Lögregla svipti ökumann ökuréttindum til bráðabirgða að skýrslutöku lokinni.
Lögregla svipti ökumann ökuréttindum til bráðabirgða að skýrslutöku lokinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. 

Lögregla svipti ökumann ökuréttindum til bráðabirgða að skýrslutöku lokinni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, annar í Hlíðahverfinu í Reykjavík á þriðja tímanum, en hinn á fyrsta tímanum í Árbæ. Í síðara tilvikinu eru ökumaður og farþegi einnig grunaðir um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert