Jón Magnússon

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Jón Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 22. ágúst sl. á 90. aldursári.

Jón fæddist á Hlaðseyri við Patreksfjörð 3. mars, 1930. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson og Kristín Finnbogadóttir. Bræður Jóns voru Leifur, Finnbogi, Ríkharð, Pálmi og Ólafur.

Á aðfangadag 1957 kvæntist Jón eiginkonu sinni, Lilju Jónsdóttur, f. 14. mars, 1931, d. 22. september, 2016. Börn þeirra eru Magnús, f. 1957, Þormar, f. 1959, Arnheiður, f. 1961, Hafþór Gylfi, f. 1967, Lilja Valgerður f. 1969, d. 2016, og Bergþóra f. 1971. Einnig ólust upp hjá Jóni og Lilju þau Kristín Bergþóra Pálsdóttir, f. 1948, og Sigurður Viggósson, f. 1953.

Aðeins 15 ára keypti Jón sinn fyrsta bát í félagi við Leif, bróður sinn. Jón helgaði líf sitt sjósókn og útgerð en þau Lilja ásamt fleirum stofnuðu útgerðarfélagið og fiskvinnsluna Odda hf. á Patreksfirði og Vestra ehf. árið 1967. Bæði félög starfa enn og er gert út frá Patreksfirði enda rík áhersla á að halda öllum fiskveiðiheimildum útgerðanna heima á Patreksfirði.

Jón var skipstjóri á ýmsum bátum og skipum. Hann lauk sjómannsferlinum á Garðari BA 64. Jón var meðal forystumanna í atvinnulífi Patreksfjarðar alla sína starfsævi og farsæll skipstjóri.

Útför Jóns verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 31. ágúst nk. kl. 14.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »