Tugþúsundir fylgdust með

Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019.

Gríðarlegur mannfjöldi hefur verið í miðborginni í dag og kvöld og man lögreglan ekki eftir öðrum eins fjölda. Veðrið hefur verið frábært og framkoma gesta mjög góð að sögn Unnars Más. Erfitt sé að segja til um fjöldann en undanfarin ár hafa gestir verið allt að 100 þúsund talsins á Menningarnótt.

Flugeldasýningin á menningarnótt var kraftmikil.
Flugeldasýningin á menningarnótt var kraftmikil. mbl.is/Jón Pétur

Lögreglan mun taka mjög hart á unglingadrykkju að sögn Unnars Más og verður eftirlit með ungmennum langt fram eftir nóttu.

Lögreglan vill sérstaklega brýna fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbænum þegar dagskránni lýkur með flugeldasýningunni.

„Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga og vonast eftir góðri liðveislu foreldra í því. Lögreglan færir börn yngri en 16 ára í athvarf fyrir ungmenni séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára, sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is/Jón Pétur
Flugeldasýningin á Menningarnótt 2019.
Flugeldasýningin á Menningarnótt 2019. mbl.is/Jón Pétur
Fjölmargir hlýddu á tónaflóð á Menningarnótt 2019.
Fjölmargir hlýddu á tónaflóð á Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Beðið eftir flugeldasýningunni á Menningarnótt 2019.
Beðið eftir flugeldasýningunni á Menningarnótt 2019. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is/Jón Pétur
Stuð á Menningarnótt 2019.
Stuð á Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is/Jón Pétur
GDRN á tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt 2019.
GDRN á tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Menningarnótt 2019.
Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Improve Iceland á Menningarnótt 2019.
Improve Iceland á Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert