Meira en 90 þjóðerni í HÍ

Í Háskóla Íslands eru nú um 1.300 erlendir nemendur víða …
Í Háskóla Íslands eru nú um 1.300 erlendir nemendur víða að. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í 700 nemendur með erlent ríkisfang eru í hópi nýnema í Háskóla Íslands nú í haust. Um 400 þeirra eru á eigin vegum, hinir eru skiptinemar sem koma m.a. vegna samstarfs skólans við erlenda háskóla víða um heim.

Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta í HÍ, segir þetta svipaðan fjölda og undanfarin ár, en alls eru þar nú um 1.300 erlendir nemendur á ýmsum stigum náms, sem er um 10% af nemendafjölda skólans.

Nýju nemendurnir koma víða að. „Þau eru af meira en 90 þjóðernum, flest koma frá Evrópu en einnig eru stórir hópar frá Bandaríkunum, Kanada og Asíu, einkum Suður-Kóreu,“ segir Friðrika í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir að í þessum hópi sé einnig talsverður fjöldi fólks frá Filippseyjum sem sest hafi að hér á landi. Sumir séu með hjúkrunarfræðimenntun eða aðra háskólamenntun, hyggist starfa hér á landi og vilji því læra íslensku í HÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »