Raggi þakkar fyrir sig

Þorgeir Ástvaldsson, Ómar Ragnarsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir klappa Ragga …
Þorgeir Ástvaldsson, Ómar Ragnarsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir klappa Ragga Bjarna lof í lófa á afmælistónleikunum í Hörpu í mars sem leið. Hann stígur á sama svið á sunnudag, sennilega í síðasta sinn. Eggert Jóhannesson

Söngvarinn Ragnar Bjarnason, Raggi Bjarna, er að undirbúa sig fyrir kveðjustund á stóra sviðinu, en síðustu stórtónleikar hans verða í Eldborg í Hörpu nk. sunnudagskvöld, 1. september.

„Ferillinn hefur verið ótrúlegt ævintýri í mannsaldur, ég hef unnið með dásamlegu fólki og hef ekkert nema gott um þetta að segja,“ segir goðsögnin, sem glímdi við veikindi í sumar.

Raggi er engum líkur. Hann hefur verið í bransanum lengur en elstu menn muna eða í um 70 ár – verður sjálfur 85 ára í næsta mánuði – og margir héldu að hann hefði sungið sitt síðasta á stórtónleikum í Hörpu í mars sem leið, en það er öðru nær. „Blessaður vertu, ég mæti galvaskur og keyri þessa tónleika í gegn,“ segir söngvarinn síkáti um tímamótaviðburðinn á sunnudag, en hann ekur annars um í amerískum kagga, Mercury Grand Marquis 2006.

„Tónleikarnir í mars heppnuðust virkilega vel og ég hef hitt marga sem skemmtu sér alveg konunglega,“ heldur Raggi áfram.

Sjá viðtal við Ragnar Bjarnason í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert