Engin flugeldasýning á Akureyrarvöku

Frá Akureyrarvöku.
Frá Akureyrarvöku.

Akureyrarvaka hefst í dag en hátíðin er afmælishátíð Akureyrarbæjar og árleg bæjarhátíð. Akureyri fagnaði 157 ár kaupstaðarafmæli í gær og af því tilefni var nafninu formlega breytt úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ.

Hátíðin er formlega sett í Lystigarðinum í kvöld en fram kemur á vef Akureyrarvöku að garðurinn muni „iða af lífi“.

Fjöldi viðburða verður víðs vegar um bæinn og verða meðal annars söfn og gallerí opin gestum og gangandi.

Hátíðinni lýkur annað kvöld með stórtónleikum í Listagilinu þar sem Friðrik Dór, Helgi Björns, Eik Haralds og Eyþór Ingi koma fram, og friðarvöku. Friðarvakan hefur síðustu sjö ár komið í stað flugeldasýningar en þá kveikir fólk á kertum í tröppum Akureyrarkirkju.

mbl.is