Greiða atkvæði um orkupakkann

Ögmundur Jónasson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Frosti Sigurjónsson, Guðjóns S. Brjánsson, Elinóra …
Ögmundur Jónasson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Frosti Sigurjónsson, Guðjóns S. Brjánsson, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Styrmir Gunnarsson. Á myndina vantar Birgi Steingrímsson. mbl.is/Árni Sæberg

Greidd verða atkvæði á Alþingi í dag um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna aðildar Íslands að EES-samningnum með því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna hans.

Þingfundur hefst klukkan 10:30 og stendur fram eftir degi, en fyrr í morgun afhentu forsvarsmenn samtakanna Orkan okkar Guðjóni S. Brjánssyni, fyrsta varaforseta Alþingis, 16.700 undirskriftir þar sem skorað er á þingheim að hafna þriðja orkupakkanum.

Fyrst verður tekið fyrir á þingfundinum þingsályktun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda en síðan hefst atkvæðagreiðsla um þingsályktun utanríkisráðherra. Eftir hana verða önnur þingmál tengd orkupakkanum tekin til atkvæðagreiðslu.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá þingfundi hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert