Telja að 500 manna þorp rísi

Leynir í Landsveit.
Leynir í Landsveit.

Íbúar og sumarhúsaeigendur í Landsveit telja að áform um ferðamannaþorp að Leyni séu enn umfangsmeiri en áður hefur komið fram. Vísa þeir í matslýsingu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir landeigendur að Leyni.

Morgunblaðið sagði í síðustu viku frá því að þegar væru komin á svæðið hjólhýsi í útleigu. Jafnframt er stefnt að því að reisa eins konar kúluhús við hvert hjólhýsi. Gert er ráð fyrir gestahúsum og/eða gistiheimili og fjórum íbúðarhúsum. Þá eru áform um að allt að fimmtíu sumarhús rísi á svæðinu. Í matslýsingunni er reiknað með að þessi uppbyggingaráform feli í sér gistingu fyrir allt að 350 manns.

Nefnd landeigenda og sumarhúsaeigenda á svæðinu fundaði um stöðu mála um liðna helgi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja þeir hagsmunaðilar að sá fjöldi gistirýma sem vísað er til í matslýsingunni sé gróflega vanmetinn. Benda þeir á sumarhúsin 50 en þar sé heimilt að byggja aukahús og geymslu við hvert þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »