Lögreglubifreið í hörðum árekstri

Ljósmynd/Aðsend

Lögreglubifreið lenti í árekstri við fólksbifreið á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar snemma á öðrum tímanum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði voru tveir fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús en eru ekki taldir mikið slasaðir.

Ekki fengust upplýsingar um aðdraganda árekstursins, en slökkvilið er enn á vettvangi vegna mögulegs olíuleka úr bifreiðunum, sem eins og sjá má á ljósmyndum sem mbl.is fékk sendar eru nokkuð skemmdar.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is