Ólíðandi hægagangur

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags.
Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags. Ljósmynd/Aðsend

Trúnaðarmannaráði Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu er fullkomlega misboðið að samningsaðilar skuli bjóða upp á ólíðandi hægagang í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Fram kemur í ályktun trúnaðarmannaráðs Sameykis frá því í gær að viðræður um kjarasamninga milli samninganefnda Sameykis og samninganefnda ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélag hafi staðið yfir í hálft ár.

Enginn árangur sé sýnilegur og óverjandi að halda viðræðum áfram á þessum nótum.

Trúnaðarmannaráði Sameykis er fullkomlega misboðið að ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga skuli bjóða félagsmönnum upp á hægagang af þessu tagi í eins mikilvægu verkefni og kjarasamningar eru. 

mbl.is