Sífellt meira af kalkþörungum í matvæli

Halldór Halldórsson með nokkrar tegundir af framleiðsluvörum verksmiðju Ískalk.
Halldór Halldórsson með nokkrar tegundir af framleiðsluvörum verksmiðju Ískalk. mbl.is/Árni Sæberg

Framleiðsla á vörum til manneldis er vaxandi liður í starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, vex um 15-20% á ári og er nú orðin um 3.000 tonn.

Þetta gerist þrátt fyrir að verksmiðjan hafi ekki vottun til framleiðslu matvæla. Lokavinnsla matvælanna og pökkun fer fram í verksmiðju sem Marigot, móðurfélag Ískalk, á í Englandi.

Áfram fer meginhluti hráefnisins til framleiðslu dýrafóðurs sem selt er um allan heim. Duft er til dæmis notað í fóðurblöndur fyrir mjólkurkýr. Það eykur fituinnihald mjólkur og dregur úr gaslosun kúnna, að því er fram kemur í umfjöllun um kalkþörungavinnsluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »