Fjórir unnu rúmar 69 milljónir

Fjórir heppnir lottóspilarar eru rúmlega 69 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í EuroJackpot-lottóinu í kvöld.

Hlutu þeir annan vinning kvöldsins en sá fyrsti, sem hljóðaði upp á rúma 4,5 milljarða króna, gekk ekki út. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð.

Þá hlutu sjö þriðja vinninginn og fær hver rúmar 14 milljónir í sinn hlut. Þrír miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi, einn í Danmörku og einn í Noregi.

mbl.is