Hafi notað greiðslukort skjólstæðinga

Konan er í ákæru sögð hafa dregið sér og notað …
Konan er í ákæru sögð hafa dregið sér og notað heimildarlaust um 126 þúsund krónur af fjármunum tveggja skjólstæðinga sambýlis þar sem hún starfaði.

Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að fjárdrátt í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem umönnunarstarfsmaður sambýlis í Reykjanesbæ í alls sex skipti frá því 19. janúar 2019 til 17. mars 2019.

Í ákæru segir að konan hafi dregið sér og notað í eigin þágu samtals 126.887 krónur af fjármunum tveggja skjólstæðinga sambýlisins með því að greiða fyrir vörur í verslunum Nettó, Bónus og Hagkaupum með greiðslukortum skjólstæðinganna. 

Til vara er konan ákærð fyrir umboðssvik í opinberu starfi, með því að hafa misnotað stöðu sína í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert