Úrfelli og vatnavextir tafði rekstur

Leitarmenn á Holtavörðuheiði.
Leitarmenn á Holtavörðuheiði. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Leitarmenn á Holtavörðuheiði fengu leiðinlegt veður. Vatnavextir og úrkoma tafði þá mjög við reksturinn í Þverárrétt.

Þurftu þeir frá að hverfa við Hvassá í nágrenni Fornahvamms en ær sem stökk út í drapst í ánni. Féð var síðan rekið yfir ána á brú.

Miklir vatnavextir voru einnig í Hellisá niður undir Sveinatungu og voru leitarmenn að velta fyrir sér að fara gamla veginn yfir Grjótháls. Þegar stytti upp sjatnaði fljótt í ánni og var hægt að reka féð yfir hana í gærmorgun. Það seinkaði þó því að hægt yrði að hefja réttarstörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert