Konan ekki í lífshættu

mbl.is/Eggert

Konan sem hrint var fram af svölum á annarri hæð í Hólahverfi í Breiðholti í gærkvöldi er ekki í lífshættu. Ákveðið verður eftir skýrslutöku í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem hrinti henni.

Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi í miðlægri rannsóknardeild, við mbl.is en lögregla rannsakar málið.

Einar segist ekkert geta sagt til um tengsl fólksins. Konan er á þrítugsaldri en maðurinn fertugsaldri.

mbl.is