„Stóra málið er að við erum lögð af stað“

Katrín benti á mikilvægi þess að markmið ríkisstjórnarinnar væru ekki …
Katrín benti á mikilvægi þess að markmið ríkisstjórnarinnar væru ekki bara orð á blaði,. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að Parísarsamkomulagið kveði á um að Ísland dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 29% er það engu að síður markmiðið að dregið verði úr losun um 40% fyrir árið 2030.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þar sem hún sat fyrir svörum í sérstakri umræðu um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi, en Logi Einarsson, framsögumaður umræðunnar, sagði markmið ríkisstjórnarinnar í þessum málum óljós.

Sagðist Logi ekki efast um að forsætisráðherra væri honum sammála um mikilvægi málaflokksins en að skilaboð ríkisstjórnarinnar væru óljós og því hygðist Samfylkingin leggja fram frumvarp um lögfestingu kolefnishlutleysis árið 2040.

Logi benti á að þó að orkuskipti í samgöngum væru …
Logi benti á að þó að orkuskipti í samgöngum væru af hinu góða stæði hinn „vondi eiginleiki“ einkabílsins enn eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín sagði vel við hæfi að þessi málefni væru rædd í aðdraganda loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst í næstu viku. Þá sagðist hún sérstaklega þakklát fyrir hug og vilja atvinnulífs og almennings á Íslandi í þessum málum og að margt benti jafnvel til þess að markmiði um orkuskipti í samgöngum yrði náð á undan áætlun.

Logi benti á að þó að orkuskipti í samgöngum væru af hinu góða stæði hinn „vondi eiginleiki“ einkabílsins enn eftir, sem ylli því að við dreifðum meira úr okkur með fleiri stofnbrautum og meiri ferðalögum á milli staða. Einnig væri mikilvægt að huga að öðrum samgöngumátum. Þá óskaði hann Katrínu góðs gengis á loftslagsþingi SÞ.

Katrín benti á mikilvægi þess að markmið ríkisstjórnarinnar væru ekki bara orð á blaði, heldur væri verið að fjármagna þau og að þau væru mælanleg og skiluðu árangri. Þá kynnu markmiðin að verða breytileg á næstu árum, svo sem varðandi samgöngur, matvælastefnu og orkufrekan iðnað. Stóra málið væri að við værum lögð af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert