Í klandri í Kaldaklofskvísl

Frá aðgerðum björgunarsveita í Kaldaklofskvísl norðan Mýrdalsjökuls.
Frá aðgerðum björgunarsveita í Kaldaklofskvísl norðan Mýrdalsjökuls. Skjáskot úr myndskeiði Landsbjargar

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni úti í Kaldaklofskvísl.

Komst hann sjálfur í land og beið kaldur og blautur eftir björgunarsveitarfólkinu, að því er Landsbjörg greinir frá. 

Bíllinn var dreginn á þurrt og ökumanninum komið til byggða.

mbl.is