Lægst laun fyrir umönnun barna

Lægst laun eru greidd fyrir umönnun barna.
Lægst laun eru greidd fyrir umönnun barna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dreifing og samsetning launa fimm fjölmennustu starfanna 2018 er mjög misjöfn. Á vef Hagstofunnar er fjallað um laun í einstökum störfum, en þau eru flokkuð eftir starfaflokkunarkerfi og eru þar upplýsingar um laun í um 200 störfum.

Um 75% ófaglærðra sem starfa við umönnun barna í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum voru með grunnlaun undir 350 þúsund krónum á mánuði árið 2018 en um 40% með heildarlaun undir þeirri upphæð. Laun í þessu starfi eru þau lægstu í launarannsókninni en heildarlaunin voru 375 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.

Rúmlega 55% starfsfólks í störfum ræstingafólks og við aðstoð í mötuneytum voru með grunnlaun undir 300 þúsund krónum. Heildarlaun í því starfi voru mun dreifðari en grunnlaunin sem skýrist af því að vaktaálag og aðrar greiðslur en yfirvinna voru um 19% heildarlauna auk þess sem yfirvinna var rúm 9%.

Dreifing var mun meiri hjá sérfræðingum í viðskiptagreinum og bæði grunn- og heildarlaun dreifðust nokkuð jafnt yfir launastigann.

Dreifing launa í kennslu á grunnskólastigi var frekar lítil og á það bæði við um grunnlaun og heildarlaun. Um 45% voru með 500-550 þúsund í grunnlaun og 55% með heildarlaun á bilinu 550-650 þúsund.

Dreifing grunnlauna í afgreiðslustörfum í dagvöruverslunum var frekar jöfn og rúmlega 85% í því starfi með grunnlaun undir 550 þúsund krónum. Þegar heildarlaunin eru skoðuð sést að þau dreifast öðruvísi og voru tæplega 55% með laun á bilinu 400-550 þúsund krónur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert