Umboðið ber ekki ábyrgð á breytingum á bílum

Toyota Hiace-bifreiðinni var breytt í fólksbíl eftir að tveir ferþegabekkir …
Toyota Hiace-bifreiðinni var breytt í fólksbíl eftir að tveir ferþegabekkir voru setti í bílinn. mbl.is/Valli

„Breytingar á bílnum voru ekki gerðar hjá okkur heldur hjá öðru fyrirtæki. Toyota ber ekki ábyrgð á þeim breytingum sem eru gerðar á bílum sem eru keyptir í umboðinu,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. Í árekstri Toyota Hiace-bif­reiðar, við fólksbíl í fyrra, rifnuðu upp og brotnuðu sæta­fest­ur sem voru notaðir til að festa niður tvo farþegabekki í bílnum.  

Bílnum sem var nýskráður sem sendibifreið var breytt í fólksbíl fljótlega eftir nýskráningu eftir að tveir farþegabekkir voru settir í bílinn. Sæta­fest­urn­ar voru smíðaðar og festar í bílinn hér á landi. Bíllinn sem lenti í árekstri fór í gegnum breytingarskoðun eftir fyrrgreindar breytingar og fékk skoðun. 

Af þeim 115 Toyota Hiace-bifreiðum sem rúma 5 farþega eða fleiri og eru í umferð á Íslandi eru 74 skráðar sem hópbifreiðar, 30 sem fólksbifreiðar og 11 sem sendibifreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. 

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa er því beint til Samgöngustofu að yfirfara reglur um breytingu á sætaskipan og fjölda farþegasæta í bifreiðum þannig að fyrirbyggja megi að óvottuð sæti og festingar séu settar í bifreiðar. Einnig er mælst til þess að skoða hvernig hægt sé að tryggja úrbætur á sambærilegum sætafestum í öðrum bifreiðum í umferð. 

Unnið er að því að fara yfir þessar tillögur til öryggisáttar frá rannsóknarnefndin, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert