Hvalreki í grennd við Þorlákshöfn

Ljósmynd/Einar Guðbjartsson

Búrhvalshræ liggur nú í fjörunni nokkrum kílómetrum austan við Þorlákshöfn.

Einar Guðbjartsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Black Beach Tours keyrði fram á hræið er hann var með hóp ferðamanna í fjórhjólaferð fyrr í dag. Einar segir hvalinn mjög stóran og skýtur á að hann sé um 30 tonn að þyngd.

„Þetta hef ég aldrei séð áður með eigin augum,“ segir Einar í samtali við mbl.is, en hann fer reglulega með ferðamenn í fjórhjólaferðir um fjöruna.

Ljósmynd/Einar Guðbjartsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert