Frumvarp um félög til almannaheilla keyrt í gegn

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi samþykkti í dag frumvarp að lögum um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri. Frumvarpinu var dreift á þingi í fyrradag og mælt var fyrir því síðdegis í gær.

Samkvæmt lögunum, sem þegar hafa tekið gildi, verða félög til almannaheilla, sem safna eða útdeila fjármunum í almannaþágu og eru með starfsemi yfir landamæri, aðgreind frá öðrum félagasamtökum og mun ríkisskattstjóri taka við nýskráningum þeirra, breytingum á skráningu og tilkynningum um slit, auk þess að hafa heimild til afskráningar.

mbl.is