Geðhjálp fagnar 40 ára afmæli

KK tók nokkur lög og Áslaug Kristinsdóttir úr stjórn Geðhjálpar …
KK tók nokkur lög og Áslaug Kristinsdóttir úr stjórn Geðhjálpar og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi fylgdust með ásamt öðrum gestum. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum áttað okkur á að við erum öll með geð. Okkur líður öllum misvel. Stundum líður okkur beinlínis illa. Hver einasti landsmaður getur tengt sig við geðheilbrigði.“ Svo segir í aðsendri grein Einars Þórs Jónssonar, formanns Geðhjálpar, í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er 40 ára afmæli Geðhjálpar, en haldið var upp á tímamótin í húsnæði Geðhjálpar síðdegis. 

„Það var góður andi og það leið öllum svo vel,“ segir Einar í samtali við mbl.is, en fjölmargir fögnuðu með Geðhjálp þar sem gleðin var við völd og KK spilaði meðal annars fyrir gesti. 

Bræðurnir Halldór og Kári Auðar Svanssynir ásamt Kötlu Ísaksdóttur vinkonu …
Bræðurnir Halldór og Kári Auðar Svanssynir ásamt Kötlu Ísaksdóttur vinkonu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Einar segir að sögu Geðhjálpar og annarra sem hafa unnið að málefnum geðsjúkra megi líkja við ótrúlegan sigur; sigur á þröngsýni og skorti á samkennd. Hann segir himin og haf milli þess sem fólk með geðraskanir glímdi við fyrir 40 árum og þess sem það gerir í dag. „Í stefnumótun og umræðum um úrræði er í dag mun frekar hlustað á raddir þeirra sem glíma við veikindin og vonumst við sannarlega til að sjá aukningu þar á.“ 

Geðhjálp hefur staðið að ýmsum viðburðum á afmælisárinu, meðal annars menningarhátíðinni „Klikkuð menning“ sem fram fór í lok síðasta mánaðar þar sem samtökin tóku yfir borgina og máluðu hana „græna“, ef svo má segja, með  tónleikum, málþingi, listsýningum, upplestri, bíósýningum, skákmótum o.fl.

„Við viljum vera sýnileg og að geðheilbrigðismál séu í öndvegi. Við erum öll á sama báti og við ætlum að flagga fyrir fjölbreytileikanum,“ segir Einar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Einar Þór Jónsson formaður Geðhjálpar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Einar Þór Jónsson formaður Geðhjálpar. Ljósmynd/Aðsend
Ólöf Birna Björnsdóttir ráðgjafi og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri …
Ólöf Birna Björnsdóttir ráðgjafi og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Geðhjálpar, voru kvaddar og þakkað fyrir frábær störf í þágu félagsins. Ljósmynd/Aðsend
Héðinn Unnsteinsson, varaformaður Geðhjálpar, Grímur Atlason, nýr framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og …
Héðinn Unnsteinsson, varaformaður Geðhjálpar, Grímur Atlason, nýr framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs óskar Geðhjálp til hamingju fyrir …
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs óskar Geðhjálp til hamingju fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Aðsend
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á tali við Höllu Signýju …
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á tali við Höllu Signýju Kristjánsdóttur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert