Handteknir með kókaín, sveðju og hnífa

Þrír einstaklingar voru handteknir um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Fundu lögreglumenn þrjá poka af meintu kókaíni, sveðju og þrjá hnífa.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að húsleitin hafi verið gerð að fenginni heimild, en húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum og afsalaði sér þeim til lögreglu.

mbl.is