Reyndi að stela dósapoka

mbl.is/Eggert

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í dag um einstakling sem kom inn í bakgarð íbúðarhúss í Grafarvogi í reykjavík og tók þaðan fullan dósapoka.

Húsráðandi veitti viðkomandi eftirför og gat bent lögreglu á hann. Þegar umræddur einstaklingur varð lögreglu var henti hann frá sér dósapokanum og komst undan á hlaupum.

Fannst dósaþjófurinn ekki en húsráðandinn fékk dósapokann aftur.

mbl.is