Vann tvær milljónir króna

Tveir heppnir lottóspilarar eru rúmum tvö hundruð þúsund krónum ríkari eftir Lottó-úrdráttinn í kvöld en þeir skipta með sér öðrum vinningnum.

Fyrsti vinningurinn, upp á tæpar 18 milljónir króna, gekk hins vegar ekki út.

Einn var með allar tölur réttar í Jókernum og fær tvær milljónir króna.

mbl.is