Sígild lög Jóhanns í sviðsljósinu í Hörpu

Jóhann Helgason er ánægður með afraksturinn.
Jóhann Helgason er ánægður með afraksturinn. mbl.is/RAX

„Ástin og lífið“ er yfirskrift 70 ára afmælistónleika Jóhanns Helgasonar í Hörpu næstkomandi laugardag, 19. október. „Þetta er tilvalið tækifæri til þess að rifja upp gömlu, góðu tímana,“ segir tónlistarmaðurinn.

Jóhann hefur verið afkastamikill lagahöfundur og samið jafnt fyrir sig og aðra. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð að semja lög sem hafa fallið í góðan jarðveg og lifað með hlustendum,“ segir hann.

Félagarnir Jóhann og Magnús Þór Sigmundsson hafa sungið saman í áratugi og þeir taka lög saman á tónleikunum. Eins hafa Jóhann og Helga Möller komið lengi fram sem dúett undir nafninu Þú og ég og þau verða saman á sviðinu í Eldborg. Auk þess syngja Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún, Daníel Ágúst, Bjarni Arason og Stefán Jakobsson nokkur lög hvert um sig undir stjórn Jóns Ólafssonar hljómsveitarstjóra.

Plöturnar mikilvægar

Jóhann segir ekki hægt að bera gamla sviðið saman við nútímann. „Eflaust er netið spennandi fyrir ungt tónlistarfólk sem er að hasla sér völl. Allir geta tekið upp efni og sett á netið fyrir allan heiminn til þess að hlusta. Það er mjög áhugavert en ég sakna þess að plöturnar hafi að mestu dottið út. Það var svo spennandi að kaupa plötu, setja hana á fóninn, skoða umslagið og finna lyktina. Það var ákveðin upplifun, en hver kynslóð elst upp við sitt og við rifjum upp það sem liðið er í Hörpu.“

Nánar um málið á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert