Vatn úr hitaveituholu kælt

Hitaveituholan er við golfvöllinn í Grafarvogi.
Hitaveituholan er við golfvöllinn í Grafarvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Heitu vatn, sem streymir upp úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og er nú um 60°C, hefur verið veitt í drenlögn sem liggur í fjöru þaðan sem það rennur út í sjó.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 

Í gær var greint frá því að um 70°C heitt vatn streymdi úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og út í sjó. Þá var sagt að búast mætti við að vatn kæmi úr holunni næstu tvær vikur.

Í dag verða brunaslöngur lagðar að holunni til að kæla vatnið svo hiti þess fari niður fyrir 30°C. Með þessum aðgerðum er hætta fyrir menn og dýr ekki til staðar og gufa frá holunni er talsvert minni.

Í holunni eru staðsettir mælar sem gegna mikilvægu hlutverki í stóru verkefni Veitna í Geldinganesi þar sem verið er að örva hitaveituholu en freista á þess að auka vatnsstreymi í henni. Að loka holunni i Grafarvogi hefði mikil áhrif á framgang þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert