Fékk nýja Toyotu í afmælisgjöf frá Mogganum

Haraldur Johannessen ritstjóri afhendir Ágústu lyklana
Haraldur Johannessen ritstjóri afhendir Ágústu lyklana mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann var ánægjulegur, afmælisdagurinn hjá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, áskrifanda Morgunblaðsins, í gær. Ágústa var fyrr í vikunni dregin út sem vinningshafi í áskriftarleik Morgunblaðsins og í gær var komið að því að sækja vinninginn.

Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, afhenti Ágústu lyklana að spánnýjum Toyota Corolla í umboði Toyota í Kauptúni.

„Maður er bara enn í losti,“ segir Ágústa, en hún gat valið á milli þriggja ólíkra tegunda af nýjum Corolla. Ágústa er vel að verðlaununum komin, en hún hefur verið áskrifandi í yfir tvo áratugi, eða nær allt frá því hún hleypti heimdraganum. „Það er alveg nauðsynlegt að vera í áskrift ef maður ætlar sér að fylgjast með því hvað er að gerast,“ segir hún.

Tilviljun ein réð því að afhendingardaginn bar upp á afmælisdag Ágústu, en því til viðbótar voru í gær átta ár, upp á dag, frá því að hún keypti síðasta bíl sinn, Toyota-jeppa. Spurð hvað verður um þann bíl núna segir hún það óráðið en mögulega muni hún halda í þann bíl. „Þegar svona margir eru í heimili er ekki vandamálið að halda tveimur bílum í notkun.“ Undir það tekur Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, og bætir við að átta ára gamall Toyota sé eins og nýr, sé honum vel við haldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »