Mikill áhugi á bók Andra

Andri Snær Magnason.
Andri Snær Magnason. mbl.is/Árni Sæberg

„Þarna var mikill og aukinn áhugi sýndur íslenskum bókum og höfundum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill er, rétt eins og fleiri bókaútgefendur, nýkominn heim af bókamessunni í Frankfurt.

Egill segir að bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, þar sem hann fjallar um loftslagsmál, hafi vakið verðskuldaða athygli á bókamessunni, en bókum um loftslagsmál var sýndur meiri áhugi en áður. Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um voru erlendir útgefendur mjög spenntir fyrir bókinni og hafði hún verið seld til sjö landa áður en hún kom út hér á landi. Bókin fékk svo fimm stjörnur í umfjöllun Björns Bjarnasonar í blaðinu í liðinni viku.

Þegar seld til tólf landa

„Það var ekkert lát á áhuga erlendra útgefenda á bókinni í Frankfurt. Publishers Weekly, stærsta fagtímarit bókaútgáfunnar, birti frétt um áhugann á bókinni sem að sjálfsögðu varð til þess að mun fleiri komu á bás Forlagsins til að afla sér upplýsinga. Bókin hefur nú verið seld til alls tólf landa og ég á von á því að á næstu vikum muni enn fleiri lönd bætast í hópinn,“ segir Egill í umfjöllun um bókamessuna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert