Íþróttamiðstöð Fram verður tilbúin 2022

Knattspyrnuvöllurinn verður með stórri yfirbyggðri stúku.
Knattspyrnuvöllurinn verður með stórri yfirbyggðri stúku.

Mikil tímamót verða hjá Frömurum og íbúum í Úlfarsárdal á næstu dögum, þegar framkvæmdir hefjast við nýja íþróttamiðstöð Fram. Stefnt er að því að byggingaframkvæmdum ljúki sumarið 2022.

Þá flytur Fram, þetta 111 ára gamla félag, alla sína starfsemi í Úlfarsárdal og Víkingur tekur við mannvirkjunum í Safamýri.

Um er að ræða fullnaðarbyggingu íþróttamannvirkis og knattspyrnuleikvangs ásamt stúku við íþróttavelli. Einnig tengibyggingu við núverandi mannvirki, útitorg og lóð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Heildarstærð íþróttamiðstöðvarinnar er 7.351 fermetri. Byggingin verður þrjár hæðir, þar af verða 5.672 fermetrar á 1. hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »