Sameining á Austurlandi samþykkt

Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hafa samþykkt að sameinast.
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hafa samþykkt að sameinast. mbl.is

Öll fjögur sveitarfélögin á Austurlandi samþykktu að sameinast í kosningum í dag. Þetta eru Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fljótsdalshérað. Þetta kemur fram í frétt Austurfrétta. 

Í Borgarfjarðarhreppi vildu 65,7% íbúa sameinast en 25% voru andvígir en 10,3% skiluðu auðu eða ógildum seðlum. Svipað margir vildu sameiningu í Djúpavogi eða 63,7% en 35,5% lögðust gegn því en auður og ógildir voru tveir seðlar. 

Seyðfirðingar voru áfram um sameininguna og vildu rúmlega 86% kjósenda gera slíkt. Hins vegar voru 12,5% andvígir og auðir seðlar og ógildir voru 0,08%. 

Af öllum sveitarfélögunum vildi flestir íbúar í Fljótsdalshéraði sameinast en þar sögðu 92,9% já við sameiningunni en 6% voru andvígir. Hins vegar var þar minnsta þátttakan í kosningum eða 52,6%. Í flestum öðrum var hún yfir 64%. 

Sameiningin tekur formlega gildi að loknum kosningum til sveitastjórnar næsta vor.  

mbl.is

Bloggað um fréttina