Hallarekstur mildi samdrátt

Hugsanlega þarf að efla heilsugæsluna til þess að draga úr …
Hugsanlega þarf að efla heilsugæsluna til þess að draga úr álagi á Landspítalann, segir Willum. mbl.is/​Hari

Sterk staða ríkissjóðs og skynsamleg stjórn þeirra mála skapar stjórnvöldum þá stöðu að draga má úr rekstrarafgangi og fara jafnvel í örlítinn hallarekstur til þess að milda áhrif af niðursveiflu í hagkerfinu.

Þetta segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um gerð fjárlaga fyrir næsta ár, í Morgunblaðinu í dag. Markmið um afkomu ríkissjóð segir hann ekki vera heilög og nú þurfi ríkið að gefa í varðandi innviðauppbyggingu.

„Við getum illa skorið niður aðkallandi framkvæmdir og mikilvæga samfélagslega þjónustu, nú þegar hagkerfið er að kólna í niðursveiflu sem virðist þó, samkvæmt hagspám, verða skammvinn,“ segir Willum.

Skv. fjárlagafrumvarpinu standa tekjur og útgjöld ríkisins á næsta ári að standa á pari; 919 milljarðar kr. Þar eru heilbrigðismál stór útgjaldapóstur og segir Willum nauðsynlegt að greina þróun útgjalda, sem aukist stöðugt. Hugsanlega þarf því, segir Willum, að efla heilsugæsluna til þess að draga úr álagi á Landspítalann þar sem launakostnaður hækkar stöðugt. Framlög til sjúkrahússins verða á næsta ári um 69 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »