Fæðingum á Landspítala fjölgar

Fæðingum fjölgar á Landspítala.
Fæðingum fjölgar á Landspítala. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fæðingum á Landspítalanum á tímabilinu janúar til september í ár fjölgaði um 4,8% miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í skýslu um starfsemi sjúkrahússins í septembermánuði síðastliðnum, þar sem reksturinn er greindur út frá ýmsum viðmiðum.

Alls fæddust 2.466 börn á Landspítalanum á umræddu tímabili í ár en 2.317 árið 2018. Tvíburafæðingar á sjúkrahúsinu á fyrstu níu mánuðum líðandi árs voru 52 en 38 þegar sama tímaskeið á síðasta ári er haft sem viðmið.

„Skýringarnar á þessari fjölgun geta verið tvíþættar,“ segir Hulda Hjartadóttir, yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið. „Annars vegar að fæðningartíðni sé meiri og hins vegar að fleiri konur velji að fæða á Landspítalanum fremur en á sjúkrahúsum úti á landi. Hver skýringin nákvæmlega er sjáum við ekki fyrr en árið allt er gert upp.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »