Tólf sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun hefur meðal annars umsjón með landvörslu í friðlöndum.
Umhverfisstofnun hefur meðal annars umsjón með landvörslu í friðlöndum. mbl.is/RAX

Tólf sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en staðan var auglýst laus til umsóknar 12. október. Umsóknarfrestur var til 28. október og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Meðal umsækjenda er settur forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, en Kristín Linda Árnadóttir, sem áður gegndi embættinu var í byrjun október ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Umsækjendur eru:

  • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir verkefnisstjóri
  • Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri
  • Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
  • Hörður Valdimar Haraldsson framtíðarfræðingur
  • Jóna Bjarnadóttir forstöðumaður
  • Kristján Geirsson verkefnisstjóri
  • Kristján Sverrisson forstjóri
  • Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir framkvæmdastjóri
  • Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri
  • Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
  • Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að ellefu hefðu sótt um embættið. Ráðuneytið sendi frá sér leiðréttingu stuttu eftir birtingu þar sem kom fram að eitt nafn hefði vantað á upphaflega listann, en það var Áslaug Eir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert