Mjög góð sala á miðnætursprengju

mbl.is/Eggert

Salan á miðnætursprengju Kringlunnar í gær gekk mjög vel að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Gert var ráð fyrir að dagurinn yrði stór og að sögn Sigurjóns er litið á hann sem upphaf jólaverslunar. Aðsóknin fór fram úr væntingum rekstraraðila, sem eru mjög ánægðir með niðurstöðu dagsins. Margt hafi verið um manninn og mikil gleði auk þess sem tilkynntur þjófnaður hafi verið í algeru lágmarki. Boðið hafi verið upp á ýmis skemmtiatriði og verslanir verið með tilboð.

Hann sagði að húsið „spryngi“ á svona dögum en fólk væri farið að læra að þó að þetta héti miðnætursprengja væru tilboðin í boði allan daginn, en verslanir voru opnar frá 10 til 24.

Sigurjón segir að rekstraraðilar líti björtum augum á jólasöluna og gærdagurinn gefi ástæðu til þess. Búist sé við svipaðri jólaverslun og undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert