„Sjaldan séð aðra eins röð“

Ljósmynd/Aðsend

Mikill fjöldi fólks var saman kominn í Kringlunni í kvöld á svokallaðri Miðnætursprengju verslunarmiðstöðvarinnar. Fram kemur í fréttatilkynningu að mikil röð hafi myndast um klukkan 19 þegar kvölddagskráin fór af stað.

Mikil röð myndaðist um klukkan 19 þegar kvölddagskráin hófst en 600 fyrstu gestirnir fengu gjafapoka með stórum og smáum vinningum. Opið er til miðnættis í kvöld og bjóða flestar verslanir Kringlunnar upp á tilboð í tilefni dagsins.

„Íslendingar eru alltaf mjög spenntir þegar boðið er upp á eitthvað frítt og það var gríðarleg röð sem myndaðist út af gjafapokunum. Það er reyndar vel skiljanlegt þar sem vinningar voru stórglæsilegir,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar. „Ég hef sjaldan séð aðra eins röð hérna í verslunarmiðstöðinni.“

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is