Rétt viðbrögð og þjálfun

Dráttarbáturinn Seifur kom Sóleyju Sigurjóns til aðstoðar skammt frá Akureyrarhöfn, …
Dráttarbáturinn Seifur kom Sóleyju Sigurjóns til aðstoðar skammt frá Akureyrarhöfn, en Múlabergið dró skipið langleiðina. mbl.is/Þorgeir

Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, telur að þjálfun áhafnar, rétt viðbrögð og regluleg yfirferð á öryggisbúnaði hafi bjargað því að eldur breiddist ekki út um borð í rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK á rækjumiðum 90 mílur norðaustur af landinu að kvöldi 17. maí í vor.

Fyrr um daginn var haldin brunaæfing um borð þar sem farið yfir alla brunahana og brunaslöngur. Í lokaskýrslu nefndarinnar er farið yfir málsatvik og telur nefndin að orsök eldsupptaka sé hitamyndun í tengingum í eða við haldara fyrir öryggi í rafmagnstöflu.

Mikill og svartur reykur

Málsatvik voru þau að skipverjar voru að hífa trollið þegar þeir urðu varir við reykjarlykt. Við skoðun kom í ljós að mikill og svartur reykur var á vinnsluþilfarinu sem kom upp um opnar dyr úr vélarrúminu, en enginn skipverji var þá í vélarrúminu eða á milliþilfari. Stuttu síðar fór brunaaðvörunarkerfið í gang, en ástæða þess að kerfið fór ekki strax í gang er talin sú að skynjari sem staðsettur var við rafmagnstöfluna var hitaskynjari.

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »