Vöru- og þjónustujöfnuður jákvæður

Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var áætlaður neikvæður um 11,1 milljarð króna.
Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var áætlaður neikvæður um 11,1 milljarð króna. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vöruútfutningur í greiðslujöfnuði í ágústmánuði var áætlaður 46,1 milljarður króna, en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði var á sama tíma áætlaður 57,2 milljarðar króna. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 11,1 milljarð króna. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. 

Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 40 milljarða, en útflutt þjónusta var áætluð 78,7 milljarðar króna á meðan innflutt þjónusta var um 38,7 milljarðar króna.

Samtals var áætlað útflutningsverðmæti vöru- og þjónustuviðskipta 124,8 milljarðar króna, en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 95,9 milljarðar króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var áætlaður jákvæður um 28,9 milljarða króna í ágústmánuði. 

Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu átta mánuði ársins 2019 var áætlaður jákvæður um 91,5 milljarða króna samanborið við 60,7 milljarða króna jákvæðan jöfnuð á sama tímabili á síðasta ári.

mbl.is