„Kate Winslet eldar ofan í mig og þvær fötin mín“

Hin heimsfræga Kate Winslet er góð vinkona Margrétar Erics-dóttur, en …
Hin heimsfræga Kate Winslet er góð vinkona Margrétar Erics-dóttur, en þær kynntust fyrir áratug. Margrét segir Kate einstaka manneskju.

Vængjaþytur vonarinnar er ný bók eftir Margréti Ericsdóttur. Þar skrifar hún um líf sitt með syninum Kela, en um hann var gerð heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn sem sýnd var árið 2009. Stórleikkonan Kate Winslet var fengin til að lesa inn á myndina fyrir erlendan markað og tók ekkert fyrir. Tókst með þeim Margréti og Kate góður vinskapur.

„Kate er einstök. Stundum í lífinu hittir maður fólk sem manni finnst maður hafa þekkt alla ævi, og þannig var það með Kate. Við smullum bara saman.“

Margrét og Kate stofnuðu saman góðgerðarsamtökin Golden Hat Foundation; samtök sem ljá einhverfum rödd sína. Þær stöllur hittast reglulega og segir Margrét Kate vera enn betri kokk en leikkonu, og er þá mikið sagt. Þær skiptast gjarnan á uppskriftum. „Hún er besti kokkur í heimi. Eitt sinn kom hún fljúgandi til mín til að elda þakkargjörðarmatinn fyrir okkur. Stundum býður Kate mér að koma til sín í nokkra daga svo ég geti hvílt mig. Þá færir hún mér morgunmat og þvær af mér fötin þótt ég segi henni auðvitað að það sé nú óþarfi.“

Viðtal er við Margréti í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »