Líklegt að landsbyggðarstrætó gangi ekki

Búast má við því að ferðir strætó á landsbyggðinni falli …
Búast má við því að ferðir strætó á landsbyggðinni falli niður vegna veðurs á morgun, sunnudag. mbl.is/Eggert

Mjög líklegt er að ferðir Strætó á landsbyggðinni falli niður eftir kl. 11 á morgun, sunnudag, en gul viðvörun er í gildi um allt land.

Strætó greinir frá þessu í tilkynningu og hvetur farþega til þess að fylgjast með veðurspá og tilkynningum frá stjórnstöð fyrirtækisins.

Þær tilkynningar má nálgast á heimasíðu Strætó eða á Twitter-síðu fyrirtækisins.

mbl.is