Ekki einfalt að afglæpavæða neyslu fíkniefna

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi um neyslurými.
Skiptar skoðanir eru á frumvarpi um neyslurými. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Embætti landlæknis tekur undir þá skoðun að vandamál sem tengjast notkun eða ofnotkun ávana- og fíkniefna sé heilbrigðisvandamál en ekki síður félagslegt vandamál. Embættið ítrekar þó að málefnið sé á engan hátt einfalt og að frekar eigi að vinna tillögur sem þessa í endurskoðaðri heildstæðri stefnumótun til lengri tíma.“

Þetta segir í nýrri umsögn Landlæknisembættisins við frumvarp á Alþingi um að afnema refsingu fyrir vörslu og meðferð fíkniefna til eigin nota. Embættið telur að svara þurfi ýmsum spurningum um þessar breytingar áður en ákvarðanir yrðu teknar en ekki er að sjá af umsögn Landlæknis að embættið leggist afdráttarlaust gegn hugmyndum um afnám banns við vörslu, kaupum og móttöku fíkniefna.

Skv. frumvarpi Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, og átta annarra meðflutningsmanna á Alþingi, yrði innflutningur, útflutningur, sala, skipti, afhending, framleiðsla og tilbúningur fíkniefna eftir sem áður refsiverður en refsingum ekki beitt gegn neytendum fíkniefna.

Í umsögn Landlæknis er m.a. vísað til þess hvaða áhrif afnám refsinga hefur haft á notkun ungmenna í Portúgal og Hollandi. Bent er á að í Evrópsku vímuefnarannsókninni hafi komið fram að kannabisneysla meðal portúgalskra unglinga hafi aukist í kjölfar þess að refsingar voru felldar niður 2001, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »