Heimilt að gista í Naustinu

Veitingahúsið Naust var í áratugi rekið í þessu sögufræga húsi.
Veitingahúsið Naust var í áratugi rekið í þessu sögufræga húsi. mbl.is/RAX

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýst verði breyting á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6-10A við Vesturgötu.

Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir svölum á austurenda Vesturgötu 6-8 og endurbyggja svalir með tröppum á Vesturgötu 10. Fyrir liggja uppdrættir THG Arkitekta ehf. að þessum breytingum. Jafnframt verður gististarfsemi heimiluð á 2. hæð Vesturgötu 6-8. Málinu var jafnframt vísað áfram til borgarráðs.

Vesturgata 6-8 er sögufrægt hús. Þar var lengst af starfrækt veitingahúsið Naust. Engin starfsemi hefur verið í húsinu nokkur undanfarin ár. Eigandi þess er Kirkjuhvoll sf., félag Karls Steimgrímssonar, jafnan kenndur við Pelsinn, og fjölskyldu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »